Unnið er að styrkingum á rafdreifikerfi miðsvæðis í Keflavík. Í tengslum við þá vinnu má búast við rafmagnstruflunum á afmörkuðu svæði.
Viðskiptavinir á eftirfarandi götum munu mögulega finna fyrir truflunum meðan á vinnu stendur:
Tjarnargata, Mánagata, Sólvallargata, Suðurtún, Suðurgata, Hafnargata, Skólavegur og Norðurtún.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu verður!