Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Vinnustaðurinn og laus störf

Lendingarsíða

HS Veitur eru framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki í veitustarfsemi sem telst til mikilvægra innviða

Hjá HS Veitum starfa um 100 starfsmenn á fjórum starfsstöðvum sem sinna margvíslegum störfum. Fyrirtækið þjónar mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og eru íbúar á veitusvæði HS Veitna tæplega 90 þúsund.    

Í fyrirtækinu ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild og virðingu í samskiptum.

Gildin okkar eru:

Traust

Við vinnum að heilindum, fagmennsku og samviskusemi

Virðing

Störf okkar einkennast af virðingu fyrir hvort öðru og viðskiptavinum okkar

Framfarir

Við erum framsækin og eflum okkur stöðugt í starfi og þjónustu

Viltu vera með?

HS Veitur eru leiðandi á landsvísu þegar kemur að þróun og framförum. Hjá okkur er rík áhersla á öryggi og að starfsfólk komi ávallt heilt heim. Liðsfélagar fá tækifæri til að eflast, þróast og nýta hæfni sína og styrkleika í starfi.

Saman vinnum við að því að færa viðskiptavinum rafmagn, heitt og kalt vatn heim. Vertu hluti af öflugu teymi og taktu þátt í að þróa og sinna samfélagslega mikilvægum innviðum ! 

Störf í boði

  • Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf svæðisstjóra Suðurlands.

    Svæðisstjóri Suðurlands er í forsvari fyrir HS Veitur á Suðurlandi og hefur yfirumsjón með þjónustu fyrirtækisins og rekstri, uppbyggingu og viðhaldi veitukerfa í Árborg og Vestmannaeyjum. Um er að ræða rafmagnsveitu í Árborg og rafmagnsveitu, vatnsveitu og hitaveitu í Vestmannaeyjum. Svæðisstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra veitukerfa.

    Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileika, þjónustulund, góða tækniþekkingu og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni.

    Viðkomandi vinnur með verkstjórum og öðru starfsfólki að framþróun og rekstri veitukerfa til að uppfylla gæði þjónustu til heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga á veitusvæðinu. Viðkomandi er einnig hluti af teymi svæðisstjóra annara veitusvæða.

    Um er að ræða nýtt og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi.

    Frekari upplýsingar og hlekk á umsóknareyðublað má nálgast hér

  • Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf verkstjóra rafmagns í Hafnarfirði og Garðabæ. 

    Verkstjóri rafmagns ber ábyrgð á stjórnun framkvæmdaflokka, yfirumsjón með viðgerðum og daglegum rekstri, viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum rafveitukerfa í Hafnarfirði og Garðabæ. Verkstjóri vinnur náið með svæðisstjóra að hagkvæmum og öruggum rekstri dreifiveitunnar og góðri þjónustu við viðskiptavini á veitusvæðinu.

    Viðkomandi þarf að hafa góða stjórnunar- og samskiptahæfileika og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni.

    Frekari upplýsingar og hlekk á umsóknareyðublað má nálgast hér

  • Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf verkstjóra rafmagns á Suðurnesjum.

    Verkstjóri rafmagns ber ábyrgð á stjórnun framkvæmdaflokka, yfirumsjón með viðgerðum og daglegum rekstri, viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum rafveitukerfa á Suðurnesjum. Verkstjóri vinnur náið með svæðisstjóra að hagkvæmum og öruggum rekstri dreifiveitunnar og góðri þjónustu við viðskiptavini á veitusvæðinu.

    Viðkomandi þarf að hafa góða stjórnunar- og samskiptahæfileika og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni.

    Frekari upplýsingar og hlekk á umsóknareyðublað má nálgast hér

  • Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf tæknistjóra rafmagns. 

    Tæknistjóri rafmagns mun spila lykilhlutverk í þróun, framkvæmd og viðhaldi rafdreifikerfa fyrirtækisins. Fyrirtækið á og rekur rafmagnsveitur á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ, Árborg og Vestmannaeyjum.

    Tæknistjóri rafmagns tekur þátt í hönnun, þróun og stöðlun á verklagi við rekstur og uppbyggingu veitukerfa. Starfið felur m.a. í sér stefnumótun og framtíðarsýn rafdreifikerfa á hverju veitusvæði og stuðlar að hagkvæmum og öruggum rekstri veitukerfa HS Veitna.

    Viðkomandi þarf að hafa góða tækniþekkingu, samskiptahæfileika og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni. Tæknistjóri rafmagns verður hluti af samhentu teymi tækni & nýsköpunar sem sinnir greiningum, hönnun, verkefnisstjórn og áætlunargerð veitukerfa. Starfið heyrir undir forstöðumann tækni & nýsköpunar.

    Um er að ræða nýtt og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi.

    Frekari upplýsingar og hlekk á umsóknareyðublað má nálgast hér

  • Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf tæknistjóra vatns og hitaveitu. 

    Tæknistjóri vatns og hitaveitu mun spila lykilhlutverk í þróun, framkvæmd og viðhaldi neysluvatns- og hitaveitna fyrirtækisins. Fyrirtækið á og rekur vatns- og hitaveitur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum, þar sem er rafkynt hitaveita.

    Tæknistjóri tekur þátt í hönnun, þróun og stöðlun á verklagi við rekstur og uppbyggingu veitukerfa. Starfið felur m.a. í sér stefnumótun og framtíðarsýn vatns- og hitaveitna á hverju veitusvæði og stuðlar að hagkvæmum og öruggum rekstri veitukerfa HS Veitna.

    Viðkomandi þarf að hafa góða tækniþekkingu, samskiptahæfileika og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni. Tæknistjóri vatns og hitaveitu verður hluti af samhentu teymi tækni & nýsköpunar sem sinnir greiningum, hönnun, verkefnisstjórn og áætlunargerð veitukerfa. Starfið heyrir undir forstöðumann tækni & nýsköpunar.

    Um er að ræða nýtt og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi.

    Frekari upplýsingar og hlekk á umsóknareyðublað má nálgast hér

  • Við hjá HS Veitum erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með okkur í að færa viðskiptavinum okkar þægindin heim ! 

    Sækja um

Af hverju HS Veitur?

  1. Öryggi
    Hjá okkur er lögð rík áhersla á að starfsfólk finni fyrir öryggi og trausti. Leggjum við áherslu á að skapa góða öryggismenningu á vinnustaðnum.
  2. Vellíðan
    Við bjóðum upp á stuðningsríkt vinnuumhverfi sem inniheldur áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður, líkamsræktarstyrki, heilsuverndarþjónustu, góða næringu og ýmsar athafnir sem ætlaðar eru til að halda starfsfólki okkar bæði líkamlega og andlega heilbrigðu. 
  3. Liðsandi
    Með virku starfsmannafélagi er iðulega eitthvað spennandi framundan, sem eykur bæði gleði og ánægju í vinnunni.

Frekari upplýsingar

    • Allar umsóknir fara í gegnum ráðningarvef Alfreðs nema annað sé tekið fram.
    • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
    • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti.
    • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. 
    • Aðeins mannauðsstjóri, eftir atvikum utanaðkomandi ráðgjafi í ráðningum og stjórnandi þess sviðs sem auglýst starf tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. 
  • Mannauðsstefna

    • Markmið HS Veitna er að tryggja að vinnustaðurinn einkennist af fagþekkingu, verkkunnáttu, þjónustulund, starfsgleði, heiðarleika og gagnkvæmri virðingu. Möguleikar til að ná fram settum markmiðum byggjast fyrst og fremst á því að fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel menntuðu starfsfólki sem getur axlað ábyrgð og sýnt frumkvæði í starfi, brugðist við síbreytilegum þörfum og geti þannig tekið virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Einnig að fyrirtækið leggi metnað sinn í að hlúa vel að sínu starfsfólki til að viðhalda starfsánægju og góðum starfsanda. 

    Jafnréttisstefna

    • Jafnréttisstefna HS Veitna er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Með jafnréttisstefnunni einsetja HS Veitur sér að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og/eða kynferðisleg áreitni er alls ekki liðin á vinnustaðnum og skuldbinda HS Veitur sig til þess að bregðast við í samræmi við aðgerðir í jafnréttisáætlun komi slík atvik upp. Einnig miðar jafnréttisstefnan að því að HS Veitur séu góður og eftirsóknarverður vinnustaður fyrir alla óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum forsendum.