Vegna bilunar í stofnstreng milli Svartsengis og Grindavíkur varð rafmagnslaust í Grindavík um kl. 15:50 þann 25. mars.
Uppfært kl. 00:50. Rafmagn er komið á Grindavík.
Uppfært kl. 21:50. Staðsetning á bilun er talin vera upp á varnargörðum við Grindavík. Erfitt er að komast að innviðum til viðgerða á þessu svæði og er undirbúningur hafinn í samráði við Almannavarnir. Vegna þessa mun viðgerð taka lengri tíma en vonir stóðu til. Eins og staðan er núna er áætlað að rafmagn verði ekki komið á Grindavík fyrr en í fyrsta lagi undir morgun, þriðjudaginn 26. mars.
Loftmynd: ozzo