Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Grindavík á varaafli eftir að stofnstrengur gaf sig þann 21. janúar

Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í morgun þann 21. janúar þegar stofnstrengur sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um síðustu helgi gaf sig. Undirbúningur hófst strax við að koma á rafmagni með varaaflsvélum frá Landsneti og var rafmagn komið á hluta bæjarins á innan við tveimur tímum. Tvær varaaflsvélar voru komnar upp og tengdar í Grindavík en önnur þeirra bilaði við uppkeyrslu. Vegna þess er ekki rafmagn á öllum bænum en verið er að vinna í að koma eins miklu rafmagni á og ein vél þolir.

b.jpg

Rafmagn fór af Grindavík kl. 03:30 í morgun þann 21. janúar þegar stofnstrengur sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um síðustu helgi gaf sig.

 

Undirbúningur hófst strax við að koma á rafmagni með varaaflsvélum frá Landsneti og var rafmagn komið á hluta bæjarins á innan við tveimur tímum. Tvær varaaflsvélar voru komnar upp og tengdar í Grindavík en önnur þeirra bilaði við uppkeyrslu. Vegna þess er ekki rafmagn á öllum bænum en verið er að vinna í að koma eins miklu rafmagni á og ein vél þolir.

 

Áfram er unnið að því með Landsnet að leggja loftlínu yfir hraunið sem varaleið og er gert ráð fyrir að línan verði tilbúin síðar í dag.