Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Rafmagnsleysi í Vogum og á Vatnsleysuströnd

vogar-og-vatnsleysustrond.jpg

Rafmagnslaust verður í Vogum og á Vatnsleysuströnd aðfaranótt 8.júní næstkomandi, gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl 00:00 á miðnætti og að rafmagn verði komið á aftur eigi seinna en kl 08:00 að morgni þann 8.júní. Sú vinna sem orsakar þetta rafmagnsleysi er veðurháð og því er nauðsynlegt að hafa þann fyrirvara á að fresta gæti þurft þessari vinnu. Gert er ráð fyrir því að endanleg staðfesting á því hvort farið verði í þessa framkvæmd liggi fyrir þann 3.júní og verður þessi vinna staðfest í framhaldi af því. Eigendur fasteigna á þessu svæði sem hafa skráð símanúmer (NÁNAR HÉR) munu fá senda tilkynningu um straumleysið með SMS (smáskilaboðum) og tölvupósti sem hafa skráð tölvupóstfang að morgni 7.júní.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hlýst

 

UPPFÆRT 8. JÚNÍ KL 7:22
Aðgerðum okkar er lokið og eiga allir viðskiptamenn okkar að vera komnir með rafmagn.