Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Sjálfbærnistefna

1. Stefna í samfélagslegri ábyrgð

HS Veitur eru framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki í veitustarfsemi sem telst til mikilvægra innviða. Hlutverk félagsins felst í að færa viðskiptavinum lífsgæði með því að veita aðgengi að tærum og endurnýjanlegum auðlindum á sjálfbæran og hagkvæman hátt í samræmi við lögbundnar skyldur. Hjá HS Veitum starfa um 95 starfsmenn sem sinna margvíslegum störfum til að uppfylla hlutverk félagsins. Félagið vinnur margvísleg verkefni á sviði sjálfbærni og hefur áhrif víða í samfélaginu.


Sjálfbærnistefna þessi nær utan um samfélagslega ábyrgð HS Veitna í víðu samhengi og munu hugtökin samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni verða notuð jöfnum höndum í stefnuyfirlýsingunni og verkefnaáherslum sem fylgja hér á eftir. Með sjálfbærnistefnu lýsir félagið því yfir að það ætlar á ábyrgan hátt að vinna að því að lágmarka neikvæð áhrif á samfélagið og auka þau jákvæðu.

1.1 Stefnuyfirlýsing

HS Veitur hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri sinni starfsemi sem tryggir sameiginlega hagsmuni samfélagsins í heild, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda. Sjálfbærnistefnan skiptist í þrjú áherslusvið; umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti


Umhverfi
Við verndun umhverfi okkar með því að starfa eftir skilvirkum ferlum, notkun umhverfisvænna orkugjafa, lágmörkun á sóun og ábyrgri meðhöndlun úrgangs.


Félagslegir þættir
Við leggjum áherslu á heilbrigði, jafnvægi og góð innri og ytri samskipti með hagsmuni samfélagsins, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda að leiðarljósi.


Stjórnarhættir
Stjórnarhættir HS Veitna stuðla að opnum og traustum samskiptum á milli fyrirtækisins og samfélagsins, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda. Stjórn HS Veitna endurmetur stjórnarhætti sína reglulega með tilliti til viðurkenndra leiðbeininga um stjórnarhætti.

1.2 Ferlið við mótun stefnunnar

Hópur starfsfólks kom að mótun stefnunnar og við val á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Stuðst var við verkefni háskólanema „Tillaga að sjálfbærnistefnu HS Veitna“ og fyrri stefnumótun félagsins undir leiðsögn ráðgjafa frá Ráður ehf. Vinnan fór fram á þremur vinnustofum um sjálfbærnimál auk þess sem framsetning heildarstefnu var uppfærð. Að lokum var niðurstaða lögð fyrir framkvæmdastjórn til staðfestingar áður en hún var kynnt fyrir stjórn til endanlegs samþykkis.


Stefnan nær til félagsins í heild og gildir jafnt á öllum starfsstöðvum þess. Hún er í anda stefnumótunar félagsins og tekur mið af gildum þess; Traust, Virðing, Framfarir.

2. Áherslur HS Veitna í sjálfbærni

2.1 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Þau heimsmarkmið sem undirbúningshópur sammældist um að leggja áherslu á í fyrstu eru eftirfarandi;

2.2 Áherslur HS Veitna í hverjum þætti sjálfbærni (UFS)

Umhverfi

Við verndum umhverfi okkar með því að starfa eftir skilvirkum ferlum, notkun umhverfisvænna orkugjafa, lágmörkun á sóun og ábyrgri meðhöndlun úrgangs.

Félagslegir þættir

Við leggjum áherslu á heilbrigði, jafnvægi og góð innri og ytri samskipti með hagsmuni samfélagsins, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda að leiðarljósi.

Stjórnarhættir

Stjórnarhættir HS Veitna stuðla að opnum og traustum samskiptum á milli fyrirtækisins og samfélagsins, viðskiptavina, starfsfólks og eigenda. Stjórn HS Veitna endurmetur stjórnarhætti sína reglulega með tilliti til viðurkenndra leiðbeininga um stjórnarhætti.