Jafnlaunastefna

HS Veitur gæta fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf. Skilgreining HS Veitna á launajafnrétti styðst við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbinda HS Veitur sig til að:
- Viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og viðhalda vottun í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna
- Vinna að stöðugum umbótum, eftirliti og viðbrögðum í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
- Fylgja öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem gilda á hverjum tíma og staðfesta hlítingu við lög.
- Framkvæma innri úttektir og rýni stjórnenda árlega.
- Framkvæma launagreiningu árlega þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman til að tryggja að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar. Helstu niðurstöður skulu kynntar fyrir starfsfólki.
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugu eftirliti og umbótum þegar þess gerist þörf.
- Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega almenningi.
Mannauðsstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi HS Veitna og að það standist lög varðandi jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Samþykkt í Framkvæmdastjórn
Reykjanesbæ 17.2.2025