Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Vegna umræðu um tryggingamál vegna náttúruhamfara

Eins og fram kom á fundi almannavarna Grindavíkur hafa íbúar áhyggjur af þeirri stöðu sem getur komið upp ef hús verða heita vatnslaus vegna þess að innviðir verða óstarfhæfir vegna náttúruhamfara. Ljóst er að um yrði að ræða óviðráðanlegar ytri aðstæður (Force Major), sem fyrirtækið hefur ekki stjórn á.

DJI 0154

HS Veitur reka hitaveitu á öllum Suðurnesjum og þjónusta um 31 þúsund íbúa og fjölda fyrirtækja. Heita vatnið sem fyrirtækið dreifir kemur frá orkuverki HS Orku í Svartsengi.

 

Eins og fram kom á fundi almannavarna Grindavíkur hafa íbúar áhyggjur af þeirri stöðu sem getur komið upp ef hús verða heita vatnslaus vegna þess að innviðir verða óstarfhæfir vegna náttúruhamfara.

 

Í daglegum rekstri hitaveiturnar felst að koma heitu vatni til viðskiptavina og stuðla að rekstraröryggi veitunnar á hverjum tíma miðað við hefðbundnar aðstæður þó vissulega sé einnig gert ráð fyrir því að einhver óvænt tilvik komi upp.
Þegar kemur að mögulegu tjóni sem viðskiptavinir verða fyrir er ljóst að veitufyrirtæki bera eins og annar rekstur ábyrgð á tjóni hjá viðskiptavinum á grundvelli svonefndar sakarreglu og okkar ábyrðartrygging tekur til tjóns sem rekja má til þess að fyrirtækið sé beinlínis tjónvaldur með saknæmum hætti eða eitthvað rangt sé gert í rekstri veitukerfa.

 

Í tilviki náttúruhamfara er ljóst að um er að ræða óviðráðanlegar ytri aðstæður (Force Major), sem fyrirtækið hefur ekki stjórn á, og ljóst að HS Veitur bera ekki ábyrgð á tjóni húseigenda við þær aðstæður. Löggjafinn hefur hins vegar brugðist við slíkum aðstæðum með sérstökum lögum um náttúruhamfaratryggingar. HS Veitur geta ekki kveðið upp úr um það hversu langt þær tryggingar ná í tilvikum sem þessum.