Við minnum á að HS Veitur senda aldrei út slíkar beiðnir í tölvupósti eða með hlekkjum á óopinberar vefsíður. Ef þú færð póst sem þú telur grunsamlegan:
- Ekki smella á hlekki eða opna viðhengi.
- Ekki gefa upp persónuupplýsingar eða greiðslukortaupplýsingar.
- Eyddu póstinum strax.
Viðskiptavinir HS Veitna geta séð stöðu reikninga á Mínum síðum og hvort þeir séu ógreiddir. Er eingöngu lokað fyrir rafmagnið þegar ítrekaðar viðvaranir hafa verið sendar um ógreidda reikninga.
HS Veitur hvetja alla viðskiptavini til að hafa samband við þjónustuver okkar ef þeir eru í vafa um áreiðanleika samskipta sem virðast koma frá fyrirtækinu.
- Sími: 422-5200
- Netfang: hsveitur@hsveitur.is
- Vefsíða: www.hsveitur.is
Öryggi viðskiptavina okkar er okkur mikilvægt !

Framhald af upphaflega svikapóstinum
Viðskiptavinir okkar hafa orðið varir við framhald af upphaflega svikapóstinum. Er fólki boðið að afturkalla póst og til þess óskað eftir innskráningu. Um er að ræða annan svikapóst sem við vörum viðskiptavini okkar við.

Hvað átt þú að gera ef þú lendir í svikum?
Ef þú lentir í svikum og gafst upp kortanúmer, aðrar bankaupplýsingar eða leyfðir innskráningu með rafrænum skilríkjum þá skaltu gera eftirfarandi strax:
- Frysta greiðslukortin í bankaapinu þínu
- Skrá út innskráð tæki í bankaappinu
- Hringja í neyðarþjónustu bankans þíns