Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Suðurnesjalína 2 mun efla samfélagið á Suðurnesjum

Það er fagnaðarefni fyrir allt samfélagið á Suðurnesjum, og reyndar landsmenn alla, að það sé komið framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2

Suðurnesjalína2

Það er fagnaðarefni fyrir allt samfélagið á Suðurnesjum, og reyndar landsmenn alla,
að það sé komið framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 

 

HS Veitur sinnir rafmagnsdreifingu um öll Suðurnesin og hefur metnaðarfull markmið í þjónustu við heimilin, atvinnulífið og orkuskiptin. Til þess að dreifikerfið virki þarf það að tengjast öflugum flutningslínum frá Landsneti. 

 

Með nýrri Suðurnesjalínu 2 verður hægt að tryggja okkar viðskiptavinum aukið afhendingaröryggi. Einnig hefur verið áskorun að Suðurnesjalína 1 hefur takmarkaða afkastagetu sem er hamlandi fyrir uppbyggingu atvinnulífs og hefur hindrað ýmsar fjárfestingar á svæðinu. Eins mun þetta hjálpa okkur að tryggja næga afhendingargetu á rafmagni fyrir orkuskipti í samgöngum.

Þetta er því fagnaðarefni fyrir HS Veitur og allt samfélagið á Suðurnesjum því þetta mun gera okkur kleift að styðja við áframhaldandandi íbúafjölgun og vöxt atvinnulífsins.

 

Nú bíðum við bara spennt eftir að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjist.