Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Staða veitukerfa vegna eldgoss í Sundhnúkagígum 29. maí

Eldgos hófst um hádegisbil í Sundhnúkagígum þann 29. maí. Neyðarstjórn HS Veitna er að störfum og verður fréttin uppfærð um stöðu veitukerfa fyrirtækisins í grennd við eldgosið.

eldgos.jpg

Eldgos hófst um hádegisbil í Sundhnúkagígum þann 29. maí. Neyðarstjórn HS Veitna er að störfum og verður fréttin uppfærð um stöðu veitukerfa fyrirtækisins í grennd við eldgosið.

 

Klukkan 15:05 Hraun hefur flætt yfir Grindavíkuræð, stofnlögn hitaveitu til Grindavíkur. Lögnin er niðurgrafin og heldur þrátt fyrir það og er enn fullur þrýstingur á hitaveitu í bænum.

 

Klukkan 15:00 Stæður á loftlínu við Grindavík standa nú í ljósum logum með þeim afleiðingum að rafmagnstenging er ekki lengur við Grindavík. Unnið er að því að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.

 

Klukkan 14:45 Hraunflæði rennur nú í átt að stofnlögnum fyrir bæði heitt vatn og rafmagn við Grindavík. Vegna varúðarráðstöfunar hefur rafmagn verið tekið af bænum.