Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Skemmdir á vatnslögninni til Vestmannaeyja

Föstudagskvöldið 17. nóvember sl. varð vatnslögnin til Vestmannaeyja fyrir skemmdum þegar skip missti niður ankeri. Vatn skilar sér enn um lögnina en verið er að meta skemmdirnar.

eyjar.jpg

Á föstudagskvöldið, 17. nóvember sl., varð vatnslögnin til Vestmannaeyja fyrir skemmdum þegar skip missti niður ankeri sem festist í vatnslögninni. Málsatvik eru í rannsókn en skipið var komið inn fyrir Klettsnef þegar atvikið átti sér stað. Hlutar af hlífðarkápu lagnarinnar losnaði af við atvikið.

 

Vatn skilar sér enn um lögnina til Vestmanneyja en vegna veðurs hefur ekki verið hægt að kafa niður að lögninni til að meta skemmdirnar. Vonast er til að það takist í dag sunnudag. Verða þær upplýsingar nýttar til ákveða næstu skref.

 

Vatnslögnin er í eigu Vestmannaeyjabæjar og sjá HS Veitur um rekstur hennar.
Atvikið er mjög alvarlegt þar sem vatnslögnin er eina flutningsæð neysluvatns til Vestmannaeyja.

 

Hér má finna tengil á frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar sem er eigandi skipsins:
https://www.vsv.is/is/frettir/almennar-frettir/skemmdir-a-vatnsleidslu-kannadar/