Páll Erland hefur verið ráðinn nýr forstjóri HS Veitna, hann tekur við af Júlíusi Jóni Jónssyni sem mun láta af störfum í lok árs eftir 40 ára farsælt starf fyrir félagið.
Starfið var auglýst í ágúst og sóttu tæplega 40 manns um starfið. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að stjórn félagsins hafi nú tekið ákvörðun um að ráða Pál, en hann hefur störf á nýju ári.
Páll er framkvæmdastjóri Samorku, en áður var hann framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.