Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Niðurgreiðsla ríkisins á vatni frá kyntum hitaveitum hækkar

Frá og með 1. október og á það við um viðskiptavini HS Veitna í Vestmannaeyjum

DJI 0212

HS Veitur reka rafkynta hitaveitu í Vestmannaeyjum. Hafa verið áskoranir í rekstrinum tengt auknum orku- og flutningskostnaði til framleiðslunnar en yfir 90% af kostnaði við heitavatnframleiðslu eru orkukaup og hefur síhækkandi orkukostnaður óumflýjanlega bitnað á viðskiptavinum fyrirtækisins í Eyjum. 

HS Veitur hafa bent á mikilvægi þess að yfirvöld komi enn betur til móts við þá sem búa á köldum svæðum á Íslandi.  

Er því fagnaðarefni að umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið hefur brugðist við einum af tillögum HS Veitna um aðgerðir og auglýst í stjórnartíðindum að frá og með 1. október hækki niðurgreiðslur í Vestmannaeyjum um 45,7 % eða úr 201,06 kr./m3 í 293 kr./m3.  

Mega viðskiptavinir okkar í Vestmannaeyjum sem fá slíka niðurgreiðslu eiga von á því að hærri niðurgreiðsla skili sér í reikningagerð fyrir notkun októbermánaðar, þ.e. í reikningum sem berast í nóvember nk.