Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Mögulega laskaðir innviðir í Grindavík varhugaverðir

Vegna aðstæðna í Grindavík er rétt að vara við að innviðir geta verið laskaðir, svo sem götuskápar, rafsstrengir og hitaveitulagnir í opnum sprungum.

grindavikvidgerdir-03.jpg

Nú er staðan þannig  í Grindavík að bærinn er opinn fyrir íbúa og atvinnulíf. Af því tilefni er rétt að árétta að vegna þeirra náttúruhamfara sem dunið hafa yfir á þessu svæði á síðustu mánuðum þá geta verið bilanir í veitukerfum bæjarins sem ekki er vitað af. Er því rétt að vara bæði íbúa og verktaka við því að vera í nálægð við mögulega laskaða innviði, svo sem götuskápa eða við sprungur þar sem rafsstrengir eða hitaveitulagnir geta verið í sundur með tilheyrandi hættu.