Settir verða upp svokallaðir snjallmælar en þeir eru með fjaraflestrarbúnaði og þegar búið er að setja upp slíka mæla og þeir komnir í samband við upplýsingakerfi HS Veitna hættir reikningagerð að byggja á áætlunum og aflestri, viðskiptavinir greiða fyrir raun notkun hverju sinni.
Áætlað er að mælaskiptin og uppsetning upplýsingakerfisins fari fram á næstu árum og verði að fullu lokið á veitusvæðum í árslok 2022.
Bent er á að þó svo að viðskiptavinir séu komnir með snjallmæli er ekki sjálfgefið að viðskiptavinir fari að greiða strax fyrir raun notkun því mögulegt er að uppsetning upplýsingarkerfis sé ekki tilbúin.
Mælaskiptin eru unnin af starfsmönnum HS Veitna fyrir utan venjulegan vinnutíma.
Starfsmenn sem vinna við mælaskiptin bera vinnustaðaskírteini og koma á merktum bíl.
Komið verður á staðinn, skipt um mæli sé það mögulegt eða tími festur til mælaskiptana.
Það er von okkar að viðskiptavinir taki vel á móti mælasetjurum og að aðgengi að mælum verði gott.
Nánari upplýsingar varðandi mælaskiptin eru á heimasíðu fyrirtækisins og hægt að finna HÉR
Hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið hsveitur@hsveitur.is.
Einnig eru veittar upplýsingar í afgreiðslu okkar á afgreiðslutíma í síma 422 5200.