Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Konur í orkumálum heimsóttu HS Veitur

Um 60 konur sem starfa í orku- og veitugeiranum heimsóttu nýverið HS Veitur þar sem þær kynntu sér starfsemi og höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjanesbæ.

E5A9902 (1)
Lína Fanney Valgeirsdóttir og Auður Nanna Baldvinsdóttir

Heimsóknin var liður í starfsemi KÍO (Kvenna í orkumálum), sem er faglegt tengslanet kvenna sem starfa í orku- og veitugeiranum. Markmið KÍO er að efla tengsl, miðla þekkingu og auka sýnileika kvenna í greininni.

Hópurinn fór í rútuferð inn í Grindavík þar sem jarðhræringar, jarðsig, sprungumyndanir og eldgos hafa sett strik í reikninginn í rekstri veitukerfa bæjarins á undanförnum mánuðum og í kjölfarið fengu þær stutta kynningu  á fyrirtækinu frá forstjóra HS Veitna, Páli Erland sem hefur fengið ýmsar áskoranir í fangið frá því að hann tók við því hlutverki fyrir tæplega þremur árum síðan. 

Í erindinu fór Páll yfir helstu upplýsingar um HS Veitur og hvernig fyrirtækið hefur verið framsækið í veiturekstri á Íslandi þar með talið með því að vera fyrsta veitufyrirtækið á Íslandi til að klára innleiðingu snjallmæla hjá öllum viðskiptavinum. Einnig kynnti hann nýtt skipurit sem tók gildi um áramótin og nýja framkvæmdastjórn sem tók til starfa fyrr á þessu ári og fagnaði því að í fyrsta sinn í yfir 50 ára sögu fyrirtækisins er jafnt kynjahlutfall í framkvæmdastjórn. 

„Við tókum á móti frábærum hópi kvenna sem starfa innan orku- og veitugeirans. Ég er stolt af því að tilheyra hópi kvenna í orkumálum á Íslandi. Frá því ég steig inn í geirann fyrir rúmlega tveimur árum síðan hef ég tekið eftir því hvað við búum að ótrúlega flottum hópi hæfileikaríkra kvenna og megum við vera duglegri að segja frá og sýna hvað í okkur býr“

sagði Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta og markaðsstjóri HS Veitna.

Um KÍO, Konur í orkumálum

KÍO var stofnað til að efla konur sem starfa í orkugeiranum, stuðla að jafnrétti innan greinarinnar og skapa vettvang fyrir fagleg samskipti og fræðslu. Félagið stendur fyrir viðburðum, námskeiðum og heimsóknum milli fyrirtækja í orku- og veitumálum.

E5A0003
© HS Veitur / Ozzo
E5A9881
Páll Erland og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
© HS Veitur / Ozzo
E5A0012
Anna Bryndís Zingsheim og Inga Lára Jónsdóttir
© HS Veitur / Ozzo
E5A9991
Valdís Guðmundsdóttir og Selma Svavarsdóttir
© HS Veitur / Ozzo
E5A9802
Sigrún Inga Ævarsdóttir, Erla Björk Þorgeirsdóttir og Valdís Guðmundsdóttir