Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

HS Veitur fær heimild til reksturs á innra eftirlitskerfi fyrir sölumæla

HS Veitur hafa komið upp innra eftirlitskerfi með öllum sölumælum fyrirtækisins, á öllum veitusviðum, þ.e. rafmagni, neysluvatni og heitu vatni

Innra Eftirlitskerfi

Traustir og öryggir sölumælar sem mæla notkun hjá viðskiptavinum okkar eru mjög mikilvægir og sömuleiðis markvisst og reglubundið eftirlit með virkni þeirra og þar með að mælingarnar séu rétta. 

 

HS Veitur hafa komið upp innra eftirlitskerfi með öllum sölumælum fyrirtækisins, á öllum veitusviðum, þ.e. rafmagni, neysluvatni og heitu vatni. Í kerfinu felst að reglulega eru gerðar úrtaksprófanir á mælum í kerfinu og reynist tiltekin fjöldi mæla ekki uppfylla kröfur þarf að skipta út öllum mælum í viðkomandi mælasafni. Með mælasafni er átt við tiltekin fjölda mæla sem settir eru upp á sama tíma.

 

Eftirlitskerfið uppfyllir lagalegar kröfur sem til þess eru gerðar og er reglulega tekið út af löggiltri prófunarstofu. Þar sem þetta kerfi kemur að hluta til í stað löggildingar og opinbers eftirlits þurfa HS Veitur og prófunarstofan að skila inn skýrslum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um hverja og eina úttekt.

 

Vottað innra eftirlit með sölumælum er mikilvægur hluti neytendaverndar enda byggir innheimta fyrir notkun á þessum mælingum og þar með reikningagerð til viðskiptavina.

 

Við hjá HS Veitum erum mjög stolt af því að hafa fengið vottun á innra eftirlitskerfi með sölumælum okkar og staðfestingu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar á því.

 

Frekari upplýsingar um innra eftirlit með sölumælum má nálgast hér