Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

HS Veitur meðal fyrirmyndarfyrirtækja 2025

HS Veitur hafa hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri á árinu 2025 samkvæmt úttekt Keldunnar og Viðskiptablaðsins.

Hs Veitur OZZO 2024 0142

Viðurkenningin endurspeglar stöðugan rekstur, góða stjórnarhætti og trausta afkomu fyrirtækisins á undanförnum árum.

HS Veitur fellur undir flokkinn „í eigu fólksins“, þar sem Reykjanesbær er meirihlutaeigandi.

Samkvæmt Keldunni og Viðskiptablaðinu teljast einungis um 2,6% fyrirtækja á Íslandi til fyrirmyndafyrirtækja í rekstri. Til að komast á þann lista þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Þurfa þau meðal annars að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2024 og 2023, sýnt jákvæða afkomu bæði ár, haft tekjur yfir 45 milljónir króna, eignir yfir 80 milljónir og eiginfjárhlutfall yfir 20% í lok hvors árs. Auk þess eru metnir ýmsir aðrir þættir af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Við hjá HS Veitum erum stolt af að tilheyra hópi þeirra fyrirtækja sem sýna ábyrgð, rekstrarhagkvæmni og langtímasýn í þjónustu við samfélagið.

Fyrirmyndarfyrirtæki Hvítt
© Viðskiptablaðið / Keldan