Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

HS Veitur í yfir 120 ár!

Föstudaginn 11. apríl sl. buðu HS Veitur til afmælisfagnaðar í tilefni þess að um áramótin síðustu voru 50 ár frá stofnun Hitaveitu Suðurnesja.

1J4A3017

Viðburðurinnn var haldinn í Stapanum, Hljómahöll og mættu tæplega tvö hundruð gestir.

Páll Erland, forstjóri, opnaði fundinn og bauð gesti velkomna og Þórhildur Eva Jónsdóttir tók í kjölfarið við fundarstjórn.

J4A3216 (1)
Páll Erland, forstjóri HS Veitna
© HS Veitur | Ozzo

Friðjón Einarsson, stjórnarformaður félagsins, tók stuttlega til máls og fjallaði um hvernig Hitaveita Suðurnesja hefur gengt lykilhlutverki í uppbyggingu og dreifingu jarðhita á Suðurnesjum og mætt vaxandi eftirspurn á skilvirkan hátt. 

Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta og markaðsstjóri fór með gesti aftur í tímann og rifjaði upp sögu þeirra veitusvæða sem HS Veitur þjóna í dag og hvernig sagan og uppbyggingin hófst í raun fyrir ríflega 120 árum síðan.  

J4A3150
Sigrún Inga Ævarsdóttir, samskipta og markaðsstjóri
© HS Veitur | Ozzo

Páll Erland steig aftur á svið og fjallaði um HS Veitur dagsins í dag, hlutverk fyrirtækisins þegar kemur að því að veita viðskiptavinum aðgengi að tærum og endurnýjanlegum auðlindum og hvernig HS Veitur eru leiðandi í þróun og framförum í sínum veiturekstri.

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og innri þjónustu steig næst á svið og fjallaði um þær fjölmörgu áskoranir sem blasa við í náinni framtíð og hvernig fyrirtækið undirbýr sig nú til að vera í stakk búið til að mæta þeim.

J4A3283 (1)
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs & innri þjónustu
© HS Veitur | Ozzo

Að lokum steig Jónas Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar á svið og fór með gesti inn í framtíðina og þá þróun sem horft er til þegar kemur að rekstri snjallra veitukerfa.

E5A5754
Jónas Dagur Jónasson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar
© HS Veitur | Ozzo

Að loknum kynningum var gestum boðið upp á léttar veitingar og boðið upp á sýningu af ýmsum munum sem við koma starfseminni bæði nú og í fyrri tíð. 

E5A5799 (1)
Starfsfólk HS Veitna
© HS Veitur | Ozzo
J4A3172
© HS Veitur | Ozzo
E5A5551
© HS Veitur | Ozzo
1J4A3010
© HS Veitur | Ozzo
BE5A5896 (1)
Júlíus Jónsson, fyrrum forstjóri HS Veitna & Páll Erland, forstjóri HS Veitna
© HS Veitur | Ozzo
1J4A3006
© HS Veitur | Ozzo