Fellur fyrirtækið undir flokkinn „í eigu fólksins“ þar sem Reykjanesbær er meirihluta eigandi.
Samkvæmt Keldunni og Viðskiptablaðinu eru 2,9% fyrirtækja á Íslandi fyrirmyndafyrirtæki í rekstri og til þess að komast á listann þurfa þau að uppfylla ströng skilyrði, s.s. að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2023 og 2022 og hafa skilað jákvæðri afkomu á þeim árum. Tekjur þurfa að hafa verið umfram 45 milljónir, eignir yfir 80 milljónir og eiginfjárhlutfall að hafa verið yfir 20% í lok áranna. Auk þess að tekið er tillit til annarra þátta sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.
