Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

HS Veitur bjóða til afmælisfagnaðar!

Um áramótin síðustu voru fimmtíu ár frá stofnun Hitaveitu Suðurnesja sem er forveri HS Veitna.

HSV FB Event V1

Í gegnum tíðina hefur veiturekstur fjölmargra sveitarfélaga sameinast undir merkjum HS Veitna og viljum við á þessum tímamótum rifja upp söguna, skoða hvar við stöndum í dag sem samfélagslega mikilvægt innviðafyrirtæki á okkar þjónustusvæðum og seilast inn í það sem framtíðin ber í skauti sér þegar kemur að því að mæta þörfum okkar viðskiptavina.


Viðburðurinn er opinn öllum og er ókeypis en skráning er mikilvæg þar sem takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Að kynningum loknum verður boðið upp á léttar afmælisveitingar.

Við hlökkum til að sjá ykkur!