Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Hefur notkunin breyst?

Ertu t.d. komin(n) með rafmagnsbíl eða heitan pott?

shutterstock_1179686422.jpg

Ertu t.d. komin(n) með rafmagnsbíl eða heitan pott?

Vissir þú að;

  • hægt er að fylgjast með notkun á Mínum síðum á heimasíðu fyrirtækisins
  • hægt er að senda inn stöðu mæla í gegnum heimasíðuna og forðast þannig bakreikninga

Á heimasíðu er að finna margvíslegan fróðleik um notkun rafmagns og vatns.

Stór hluti notenda á dreifisvæðum okkar eru komin með snjallmæli og eru því að greiða skv. raunnotkun hvers mánaðar.
Þau heimili og fyrirtæki sem enn eru með eldri mæla fá reikninga sem byggja á áætlun sem miðar við fyrri notkun. Það er því skynsamlegt að skila inn álestri 3-4 mánuðum eftir að breytingar verða sem hafa áhrif á rafmagnsnotkun eða vatnsnotkun, s.s. ef rafmagnsbíll er hlaðinn heima og ef heitur pottur er settur upp.
Þannig lágmörkum við áhættuna á bakreikningum við árlegan álestur.