Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

HS Veitur gefa út grænan skuldabréfaflokk

HS Veitur hf. hefur nú lokið við sölu á nýjum grænum skuldabréfaflokki, HSVE 42 1110, en flokkurinn er gefinn út undir grænum skuldabréfaramma félagsins sem hefur hlotið óháð mat sem „dökkgrænn“ frá alþjóðlega mats- og greiningarfyrirtækinu Cicero.

Greenfinancing

HSVE 42 1110 er verðtryggt jafngreiðslubréf til 20 ára og ber 2,90% nafnvexti með greiðslum tvisvar á ári. Stefnt var á að taka tilboðum fyrir allt að 2.000 milljónum króna með möguleika á að stækka heildarútgáfu flokksins í allt að 7.000 milljónir króna síðar. Heildareftirspurn eftir skuldabréfaflokknum var 3.000 milljónir króna. Var ákveðið að taka tilboðum að nafnverði 2.000 milljónir króna og var skuldabréfið selt á pari.

 

 

Fjármunum verður varið í fjármögnun umhverfisvænna verkefna sem falla undir þá eignaflokka sem eru skilgreindir í grænni fjármálaumgjörð HS Veitna. Nánari upplýsingar um grænu umgjörðina og ytra álit Cicero má finna hér í viðhengi.

 

Skuldabréfin verða gefin út rafrænt hjá verðbréfamiðstöð og er útgáfudagur bréfanna 10. nóvember 2022. Stefnt er að skráningu flokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf.

 

Kvika banki hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta.

 

Eftirlitsaðili skuldabréfaflokksins HSVE 42 1110 er Deloitte ehf.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna hf.

Sími: 860 5208