Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Fyrst til að ljúka innleiðingu snjallmæla

HS Veitur náðu nýverið þeim merka áfanga að klára snjallmælavæðingu viðskiptavina og vorum þar með fyrsta veitufyrirtækið á landsvísu til að ljúka þeirri vegferð.

HS Veitur Snjallvæðing

Snjallmælar eru mikilvægur hluti veitukerfisins og lykill að nútímalegri þjónustu við viðskiptavini

Snjallmælar Still

Hemlum skipt út fyrir rennslismæla

Áður voru magnhemlar notaði fyrir heita vatnið þar sem viðskiptavinir greiddu fast árgjald eftir því hversu mikið magn hemillinn var stilltur á. Í því fyrirkomulagi var ekki verið að mæla raun notkun. Árið 2014 hófst í raun vegferðin við að skipta út öllum hemlum hjá heimilum og fyrirtækjum og skipt út fyrir svokallaða rennslismæla og lauk þeirri vegferð 2018 . Í því felst að viðskiptavinir greiða fyrir raun notkun og geta fylgst með daglegri notkun á vefsíðu HS Veitna og jafnvel brugðist við ef upp kemur bilun í húskerfum. Við innleiðingu snjallmæla varð mun betri umgengni um jarðhitaauðlindina.  

Snjallar lausnir í stað handvirkra álestra

Árið 2015 var tekin ákvörðun um að snjallvæða jafnframt alla rafmagnsmæla fyrirtækisins. HS Veitur voru fyrsta veitufyrirtækið á Íslandi til að hefja slíka vegferð. Á þessum tíma var starfsfólk í vinnu við að ganga í hús og lesa af öllum rafmagnsmælum og voru að sinna ríflega 72 þúsund álestrum á ári. Snjallmælarnir skila daglegum álestri og notkun í klukkustunda upplausn og gera þannig viðskiptavinum kleift að fylgjast betur með notkun.

Snjallmælar stuðla þannig að bættri orkunýtni með upplýstari notendum. Með nýjum lausnum á markaði gera snjallmælarnir sem dæmi raforkusölum kleift að bjóða viðskiptavinum mismunandi verð eftir tíma sólahrings. Toppálag er áskorun í dreifikerfum og með því að búa til hvata til að orkan sé notuð með jafnari hætti yfir sólarhringinn getur það dregið úr fjárfestingum í dreifikerfinu til lengri tíma litið þar sem kerfin þurfa almennt að vera hönnuð til að anna toppálagi, sem jafnframt skilar hagræði fyrir viðskiptavini. HS Veitur hafa nú lokið snjallmælavæðingunni, fyrst veitufyrirtækja.