Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Eldgos í Sundhnúkagígum 16. júlí 2025

Eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni um kl. 04 aðfaranótt miðvikudags 16. júlí 2025. Neyðarstjórn HS Veitna hefur verið að störfum við að fylgjast með staðsetningu á sprungum, þróun hraunflæðis og mögulegum áhrifum á innviði fyrirtækisins.

Eldgos

Staðan um kl. 08:30 er þannig að upptökin eru þannig staðsett að hraunflæði ógnar enn sem komið er ekki innviðum HS Veitna. 

HS Veitur halda áfram að fylgjast náið með stöðu mála og munum við halda okkar viðskiptavinum áfram upplýstum eftir því hvernig málin þróast.