Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Eldgos í Sundhnúkagígum 1. apríl 2025

Eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni um kl. 09:45 að morgni þriðjudaginn 1. apríl 2025. Neyðarstjórn HS Veitna hefur verið að störfum við að fylgjast með staðsetningu á sprungum, þróun hraunflæðis og mögulegum áhrifum á innviði fyrirtækisins. 

Mynd Úr Þyrlunni
Mynd tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Staðan um hádegisbil

Staðan um hádegisbil er þannig að sprungan hefur opnast í átt að Grindavík og er unnið að uppfærðum viðbragðsáætlunum með það að markmiði að halda rafmagni og heitu vatni á bænum eins lengi og mögulegt er. 

Enn hefur eldgosið ekki haft áhrif á innviði HS Veitna og eins og staðan er nú er rafmagn og heitt vatn á öllum bænum. Í morgun kviknaði eldur í götukassa ofan við Víðihlíð í bænum og má telja það vera í tengslum við jarðskjálfta sem hafa verið á svæðinu á síðustu klukkutímum. 

HS Veitur halda áfram að fylgjast náið með stöðu mála og munum við halda okkar viðskiptavinum áfram upplýstum eftir því hvernig málin þróast.