Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Eldgos hafið í Sundhnúksgígum á Reykjanesi

Eldgos er hafið á ný í Sundhnúksgígum. Eftir að eldgos hófst og ljóst var hvert hraunið stefndi var í öryggisskyni spenna tekin af streng sem liggur milli Svartsengis og Grindavíkur í kjölfarið sem hefur þau áhrif að rafmagnslaust er í Grindavík.

eldgos-14-jan.jpg

Eldgos er hafið á ný í Sundhnúksgígum. Atburðurinn olli bilun í háspennustreng við Grindavík kl. 5:18 í morgun. Eftir að eldgos hófst og ljóst var hvert hraunið stefndi var í öryggisskyni spenna tekin af streng sem liggur milli Svartsengis og Grindavíkur í kjölfarið sem hefur þau áhrif að rafmagnslaust er í Grindavík. Það var gert í samræmi við viðbragðsáætlanir og til að fyrirbyggja að frekari útsláttur verði í orkuverinu.

 

HS Orka og HS Veitur vinna áfram náið með Almannavörnum hvað þetta varðar og verður staðan endurmetin þegar hraunflæði og frekari sviðsmyndagreiningar liggja fyrir.