Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hófst þann 18. desember. Á þessari stundu er orkuinnviðum ekki ógnað og hafa HS Veitur því ekki enn þurft að grípa til aðgerða. Sú staða getur breyst hratt.

eldgos-hafid.jpg

Eldgos hófst í gærkvöldi, þann 18. desember kl. 22:17. Frá því óróatímabilið hófst hafa HS Veitur unnið að viðbragðs og mótvægis aðgerðum, svo sem með styrkingum á rafdreifikerfinu til að mæta álagi ef heitt vatn hættir að berast. Einnig var farið í að koma upp varavatnsbóli við Árnarétt í Garði sem er nú á lokametrunum.

 

Frá því að gos hófst og fram eftir nóttu voru HS Veitur í samskiptum við Almannavarnir, Veðurstofuna og HS Orku til að fá upplýsingar um stöðuna og fara yfir möguleg áhrif á kerfin. Eins og staðan er núna hefur dregið úr virkni eldgossins og á þessari stundu er orkuinnviðum ekki ógnað og hafa HS Veitur því ekki enn þurft að grípa til aðgerða. Sú staða getur breyst hratt.

 

Rétt er að minna á ábendingar vegna hugsanlegra náttúruhamfara fyrir þau sem vilja undirbúa sig fyrir mögulegt þjónusturof vegna eldgossins. Er vakin sérstök athygli á því að ef húseigendur ætla að verða sér úti um búnað til að nota rafmagn til húshitunar er mikilvægt að búnaður í heild sinni noti ekki meira en 2,5 kW. Leiðbeiningarnar má nálgast hér

 

HS Veitur munu halda áfram að vinna að undirbúningi og fylgjumst við náið með stöðunni.