Tilvitnuð athugasemd var frá viðskiptavin og var birt 16. febrúar s.l.
Athugasemdin er hér en hún snéri um samanburð reikninga frá fyrirtækinu yfir ákveðið tímabil.
Einhver smá ónákvæmni var í útreikningi á % hækkunum hjá viðkomandi en réttar tölur eru þessar:
Nóvember 2015 | Nóvember 2020 | Breyting | ||
AOS1 | Orkugjald | 5,44 | 6,54 | 20,22% |
AD1 | Fastagjald dreifingar | 11,548 | 13,592 | 17,70% |
AD1Orka | Orkugjald dreifingar | 3,38 | 3,98 | 17,75% |
F1 | Orkugjald flutningur | 1,541 | 2,13 | 38,22% |
JG1 | Jöfnunarorkugjald | 0,2 | 0,3 | 50,00% |
Liðir AOS1, F1 og JG1 eru rekstri HS Veitna í raun algjörlega óviðkomandi, AOS1 er innheimt fyrir HS Orku sem er valinn söluaðili viðkomandi viðskiptavinar og innheimt samkvæmt gjaldskrá HS Orku, F1 er flutningskostnaður sem er innheimtur fyrir Landsnet og fylgir gjaldskrá Landsnets og JG1 er skattur sem er innheimtur fyrir ríkissjóð og er varið til að greiða niður dreifingarkostnað í dreifbýli. Fyrir þessa liði verða því aðrir að svara en HS Veitur þó fyrirtækið annist innheimtuna fyrir þessa aðila, lögbundið varðandi Landsnet og ríkissjóð (auk vsk) en samkvæmt samningi fyrir HS Orku.
Liðir AD1 fastagjald og orkugjald eru hinsvegar tekjur HS Veitna og ráðast af gjaldskrárákvörðunum fyrirtækisins. Þessi gjaldskrá hefur breyst mjög sjaldan síðustu árin og því eru prósentuhækkanir mjög mismunandi eftir því hvaða tímabil er valið og þarna er valin nóvember 2020 einmitt þegar gjaldskráin var að hækka eftir að hafa verið óbreytt í þrjú ár og þar áður óbreytt í nærri fimm ár. Hefði t.d. verið miðað við október hefði hækkunin verið 7,1% alveg frá 1. janúar 2013!. Þróun gjaldskrárinnar hefur verið þessi síðustu árin:
- janúar 2013 3,38
- desember 2017 3,62 7,1%
- nóvember 2020 3,98 9,9% 17,75%
Til samanburðar þá hefur framfærsluvísitala hækkað um 13,1% frá nóvember 2015 til nóvember 2020 (21,1% frá janúar 2013) en á sama tíma hækkaði launavísitala um 39,4% (2015 – 2020).