Hagnaður af reglulegri starfsemi ársins 2020 var 657 m.kr. á móti hagnaði árið 2019 upp á 1.051 m.kr. Vegna niðurfellingar langtímaskuldar í kjölfar dóms Hæstaréttar var heildarhagnaður eftir skatta 1.592 m.kr. árið 2019.
EBITDA var 2.544 m.kr. (35,3%) árið 2020 á móti 2.701 m.kr. (37,7%) árið 2019.
Fjárhagsstaða er sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall þann 31. desember 2020 er 47,3% en var 46,7% í ársbyrjun.
Veltufjárhlutfall var 1,47 þann 31. desember 2020 samanborið við 2,12 í árslok 2019.