Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Ársreikningur 2024

Ásreikningur HS Veitna fyrir árið 2024 var samþykktur á fundi stjórnar þann 24. febrúar 2024.

OZZO Sudurnesjabaer D002C0324

Hagnaður ársins 2024 var 1.298 m.kr. á móti hagnaði árið 2023 upp á 1.023 m.kr. EBITDA var 3.820 m.kr. (36,27%) árið 2024 á móti 3.918 m. kr. (39,7%) árið 2023.

Fjárhagsstaða er sterk og horfur góðar

Eiginfjárhlutfall þann 31. desember 2024 er 47,2% en var 45% í ársbyrjun. 

Veltufjárhlutfall var 1,35 þann 31. desember 2024 samanborið við 1,36 í árslok 2023. 

 

Sökum náttúruhamfara og óvissu þeim tengdum ákvað stjórn að greiða ekki út arð árið 2024. Rekstur ársins markaðist af náttúruhamförunum og áætlanir i rekstri náðust ekki að fullu. 

 

Hluthafar félagsins eru þrír og skiptist hlutafjáreign þeirra þannig 31.12.2024:

  • Reykjanesbær 50,10%
  • HSV Eignarhaldsfélag slhf 49,80%
  • Suðurnesjabær 0,10%

 

Ásreikningur

Fréttatilkynning