Ársreikningur HS Veitna hf. fyrir árið 2018 var samþykktur á fundistjórnar í dag, 25. febrúar 2019.
Hagnaður ársins 2018 var 682 m.kr. á móti hagnaði árið 2017 upp á 848 m.kr. Vegna endurmats sem framkvæmt var í árslok 2017 voru afskriftir 162 m.kr. hærri en þær hefðu annars verið og breytt meðhöndlun tengigjalda leiddi til 88 m.kr. lækkunar tekna.
EBITDA var 2.456 m.kr. (35,5%) árið 2018 á móti 2.160 m.kr. (34,6%) árið 2017.
Fjárhagsstaða er sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall þann 31. desember 2018 er 43,5% en var 50,4% í ársbyrjun.
Veltufjárhlutfall var 3,14 þann 31. desember 2018 samanborið við 0,68 í árslok 2017.
Hluthafar félagsins eru fjórir, í lok árs áttu þrír hluthafa yfir 10% hlut í félaginu:
- Reykjanesbær 50.10%
- HSV Eignarhaldsfélag slhf 34.38%
- Hafnarfjarðarbær 15.42%