Aðalfundur HS Veitna var haldinn fimmtudaginn 27. mars 2024 kl. 16 að Brekkustíg 36 Reykjanesbæ.
Mætt var 100% fyrir hönd hluthafa.
Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins.
Formaður stjórnar, Guðný Birna Guðmundsdóttir flutti skýrslu ásamt forstjóra sem fór yfir það helsta í rekstri fyrirtækisins á síðasta ári. Fjallaði hann meðal annars um áframhaldandi góðar rekstrarhorfur þrátt fyrir ýmsar áskoranir svo sem tengt náttúruhamförum. Jafnframt lagði hann áherslu á áframhaldandi stækkun veitukerfa félagsins eftir því sem þörf krefur og til að tryggja viðskiptavinum hámarks afhendingaröryggi.
Í stjórn voru kjörin frá Reykjanesbæ
• Andri Freyr Stefánsson
• Friðjón Einarsson
• Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir
• Margrét Sanders
Frá HSV Eignarhaldsfélagi slhf.
• Heiðar Guðjónsson
• Ómar Örn Tryggvason
• Þórunn Helga Þórðardóttir
Eftir aðalfund kom stjórn saman til fyrsta fundar og skipti með sér verkum á eftirfarandi hátt
• Formaður, Friðjón Einarsson
• Varaformaður, Heiðar Guðjónsson
