Að gefnu tilefni vilja HS Veitur taka fram að fyrirtækinu er samkvæmt lögum óheimilt að selja raforku til viðskiptavina hvort sem það er um rafhleðslustöðvar eða með öðrum hætti.
Hlutverk HS Veitna er að dreifa raforku en síðan eru söluaðilar með til þess skilin leyfi sem annast raforkusöluna og geta þá sett upp rafhleðslustöðvar og selt raforku um þær.
HS Veitur þurfa þá að tengja stöðvarnar við dreifikerfið og er þá skilt samkvæmt lögum að tryggja að tekjur af þeim viðskiptum nægi fyrir kostnaðinum við tenginguna að frádregnu tengigjaldi og eftir atvikum kerfisframlagi þannig að kostnaðinum sé ekki dreift á aðra viðskiptavini fyrirtækisins sem HS Veitur hafa ekki heimild til að gera.