Vísað er til fyrri tilkynningar HS Veitna dags. 29. maí sl. um fund skuldabréfaeigenda HSVE 13 01. Fundurinn verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 12. júní, klukkan 9:00 í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, 9. hæð, Hagasmára 3, 201 Kópavogi.
Skráning fundargesta, afhending atkvæðisseðla og annarra fundargagna verður á fundarstað frá klukkan 8:30.