Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Skuldabréfaútgáfa HS Veitna

HS Veitur hf. hafa ákveðið að efna til útboðs á skuldabréfaflokknum HSVE 310138

brekkustigur.jpg

HS Veitur hf. hafa ákveðið að efna til útboðs á skuldabréfaflokknum HSVE 310138. Skuldabréfin eru verðtryggð með vísitölu neysluverðs og greiðast til baka með jöfnum greiðslum (e. annuity). Lokagjalddagi þeirra er 31. janúar 2038.

 

Stefnt er að útboði þann 25. janúar næstkomandi og uppgjöri viðskipta þann 31. janúar. Skila þarf tilboðum til verðbréfamiðlunar Íslandsbanka fyrir kl. 16.00 á fyrrnefndum degi, í síma 440-4499 eða með tölvupósti til vbm@islandsbanki.is.

 

Stefnt er að því að taka skuldabréfin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland á árinu 2018.

 

Íslandsbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og útboði skuldabréfanna auk töku þeirra til viðskipta.