Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Heimlagnir

Umsókn um heimlögn

Þegar hús er byggt er mikilvægt að huga að tengingum við hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu. Áður en sótt er um heimlögn er gott að glöggva sig á því hvaða þjónustu við bjóðum upp á á þínu byggingasvæði. Þær upplýsingar getur þú séð í töflunni hér fyrir neðan og yfirlitsmynd yfir mörk dreifisvæða okkar má sjá - Hér.

Á sumum dreifisvæðum erum við eingöngu með rafmagn en á öðrum svæðum dreifum við rafmagni, heitu vatni og ferskvatni. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði í hverju sveitarfélagi.

Dreifisvæði Heitt vatn Rafmagn Kalt vatn
Álftanes Nei Nei
Ásbrú
Eyrarbakki Nei Nei
Garðabær (vestan lækjar) sjá hér Nei Nei
Garður
Grindavík Nei
Hafnarfjörður Nei Nei
Hafnir
Keflavík
Njarðvík
Sandgerði Nei
Selfoss - sjá frekar hér Nei Nei
Stokkseyri Nei Nei
Vestmannaeyjar
Vogar Nei

Frá hverri veitu er almennt aðeins lögð ein heimlögn í hvert hús, en þó í hverja einingu par- og raðhúsa og hvern stigagang fjölbýlishúsa. Lega heimlagna er háð aðstæðum á lóð á hverjum stað en ætíð er reynt að fara stystu mögulegu leið frá dreifilögnum í götu.

Brýnt er að vanda frágang umsóknar og tilgreina allar umbeðnar upplýsingar eins og form hennar gerir ráð fyrir. Koma þarf skýrt fram hvaða heimlögnum er óskað eftir og tilgreina byggingastjóra, rafverktaka og pípulagningameistara eftir því sem við á.

Tenging heimlagna

  • Viðskiptavinur semur við rafverktaka og sækir um tengingu húsnæðis inná Mínum síðum HS Veitna.


    Hvar skal heimtaugin fara inní húsnæði? – Með umsókninni þarf að fylgja málsett afstöðumynd og málsett grunnmynd. 

    Dæmi um málsetta afstöðumynd
    Dæmi um málsetta grunnmynd


    Ef um er að ræða fjölbýli þá þarf að skila inn skráningarblaði veitna.

    Sækja skal samtímis um allar veituteningar sem HS Veitur sjá um.

    Rafmagnssvið, HS Veitna hannar tengingu húsnæðis og tengir strenginn í götukassa.  Heimtaugarendinn er dreginn inn í húsnæðið. Þegar taugin er tilbúin til áhleypingar lætur verkstjóri tengilið verkkaupa vita.

    Gjaldkeri, gefur út reikning fyrir heimtauginni og sendir til viðskiptavinar. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað. Einnig þarf viðskiptavinur að vera með samning við raforkusala fyrir viðkomandi veitu eða veitur.

    Rafverktaki, HS Veitur fara fram á að rafverktakar skili rafrænni þjónustubeiðni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir áhleypingu.


    Þjónustubeiðni rafverktaka eru upplýsingar sem rafverktakar þurfa að skila inn vegna vinnu við rafmagnsdreifikerfi að kröfu Mannvirkjastofnunar.

    Mæladeild, þegar greiðsla hefur borist fyrir heimtaugina og áhleypingarbeiðni hefur verið móttekin og ljóst er hvaða rafsöluaðili mun selja rafmagn setja starfsmenn mæladeildar upp rafmagnsmælinn og spennusetja veituna.

  • Viðskiptavinur semur við pípulagningaverktaka og sækir um tengingu húsnæðis inná Mínum síðum HS Veitna.


    Hvar skal heimæðin fara inní húsnæði? – Með umsókn þarf að fylgja málsett afstöðumynd, málsett grunnmynd og skráningartafla húsnæðis.

    Dæmi um málsetta afstöðumynd
    Dæmi um málsetta grunnmynd
    Dæmi um skráningatöflu húsnæðis


    Ef um er að ræða fjölbýli þá þarf að skila inn skráningarblaði veitna í síðasta lagi með áhleypingarbeiðni.


    Dæmi um frágang á inntaksgötum í sökkul og gólfplötu

    Athugið að húseigandi þarf að ganga frá vegg (yfirborðsfrágangur) við inntaksstað áður en lögnin er lögð inní húsnæði.
    Sækja skal samtímis um allar veituteningar sem HS Veitur sjá um.

    Vatnssvið, hannar tengingu húsnæðis og tengir heimæðina við götulögn. Heimæðin er tengd inní húsnæðið og inntaksloki settur á enda hennar.

    Gjaldkeri, gefur út reikning fyrir heimæðinni og sendir til viðskiptavinarins. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað.

    Viðskiptavinur/pípulagningaverktaki, óskar eftir áhleypingu, þegar óskað er eftir áhleypingu skal vera búið að ganga frá veggnum sem lagnir skulu staðsettar á (yfirborðsfrágangur).

    Nægilegt er að óska eftir uppsetningu grindar símleiðis 422 5200 með 1-3 daga fyrirvara.

    Vatnssvið, þegar greiðslu fyrir heimlögninni hefur borist setur vatnssvið HS Veitna upp mæli og hleypir vatni á heimæðina.

  • Viðskiptavinur semur við pípulagningaverktaka og sækir um tengingu húsnæðis inná Mínum síðum HS Veitna.

    Hvar skal heimæðin fara inní húsnæði? – Með umsókn þarf að fylgja málsett afstöðumynd, málsett grunnmynd og neysluvatnsteikningar í grunni húsnæðisins.

    Dæmi um málsetta afstöðumynd
    Dæmi um málsetta grunnmynd
    Dæmi um neysluvatnsteikningar í grunni húsnæðis


    Ef um er að ræða fjölbýli í Vestmannaeyjum þá þarf að skila inn skráningarblaði veitna í síðasta lagi með áhleypingarbeiðni.


    Ástæða er til að taka sérstaklega fram að neysluvatnslagnir skulu lagðar ofar en skolplagnir.

    Athugið að húseigandi þarf að ganga frá vegg (yfirborðsfrágangur) við inntaksstað áður en lögnin er lögð inní húsnæði.

    Dæmi um frágang á inntaksgötum í sökkul og gólfplötu.


    Sækja skal samtímis um allar veitutengingar sem HS Veitur sjá um.

     

    Vatnssvið, hannar tengingu húsnæðis og tengir heimæðina við götulögn. Heimæðin er tengd inní húsnæðið með inntaksloka.

    Gjaldkeri, gefur út reikning fyrir heimæðinni og sendir til viðskiptavinarins. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað.

    Viðskiptavinur/pípulagningaverktaki, óskar eftir áhleypingu,Þegar óskað er eftir áhleypingu skal vera búið að ganga frá veggnum sem lagnir skulu staðsettar á (yfirborðsfrágangur).

    Nægilegt er að óska eftir uppsetningu grindar símleiðis 422 5200 með 1- 3 daga fyrirvara.

    Vatnssvið, þegar greiðslu fyrir heimlögninni hefur borist setur vatnssvið upp einstefnuloka og í sumum tilfellum mæli og hleypir vatni á heimæðina.

Tenging bráðabirgðaheimlagna

  • Viðskiptavinur semur við rafverktaka og sækir um tengingu bráðabirgðarheimtaugar inná Mínum síðum HS Veitna.

    Hvar er vinnuskúrinn staðsettur? Skila þarf inn með beiðninni teikningu sem sýnir staðsetningu vinnuskúrs á byggingareit.

    Dæmi um afstöðumynd fyrir vinnubúðir
    Athugið að bráðabirgðaheimlagnir eru venjulega aftengdar þegar aðalheimlagnir eru tengdar, rafverktaki þarf því að skila inn aftengibeiðni fyrir bráðabirgðaheimlögninni þegar tengja skal aðalheimtaug í gegnum þjónustusíðu rafverktaka hjá HMS (Húsnæðis og mannvirkjastofnun).

    Ef bráðabirgðaheimlögn má ekki aftengjast þegar kemur að tengingu aðalheimlagnar verður sú beiðni að koma fram þegar sótt er um bráðabirgðaheimlögnina. Þetta á við til dæmis þegar einar vinnubúðir eru á vinnusvæði þar sem unnið er að byggingu margra húsa.

    Rafmagnssvið, tengir bráðabirgðaheimtaug í götukassa og grefur fyrir henni ef þörf er á utan lóðamarka.

    Rafverktaki, rafverktaki sér um lagningu bráðabirgðaheimtaugar innan lóðar að tengistað HS Veitna við lóðarmörk og tengir hana að því loknu í vinnuskúrinn.
    Þegar bráðabirgðaheimtaug hefur verið lögð innan lóðarmarka lætur rafverktaki verkstjóra HS Veitna vita.

    HS Veitur fara fram á að rafverktakar skili rafrænni þjónustubeiðni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir áhleypingu veitunnar.

    Gjaldkeri, gefur út reikning fyrir bráðabirgðaheimtauginni og sendir til viðskiptavinarins. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað.

    Viðskiptavinur, greiðir útgefin reikning og óskar eftir áhleypingu þegar það er tilbúið.

    Mæladeild, þegar greiðsla hefur borist fyrir bráðabirgða heimtaugina og áhleypingarbeiðni hefur verið móttekin setja starfsmenn mæladeildar upp rafmagnsmælinn og spennusetja veituna.

     

    Viðskiptavinur

    Þegar viðskiptavinur vill láta aftengja vinnuskúrinn lætur hann rafverktaka sinn óska eftir aftengingu veitunnar inná vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

    Athugið að ekki er greitt sérstaklega fyrir aftenginguna.

  • Viðskiptavinur semur við pípulagningaverktaka og sækir um bráðabirgðatengingu hitaveituheimæðar inná Mínum síðum HS Veitna.


    Hvar er vinnuskúrinn staðsettur? Skila þarf inn með beiðninni teikningu sem sýnir staðsetningu vinnuskúrs á byggingareit.

    Dæmi um afstöðumynd
    Athugið að bráðabirgðaheimlagnir eru aftengdar þegar aðalheimlagnir eru tengdar, nema um annað sé samið sérstaklega.

    Gjaldkeri, gefur út reikning fyrir bráðabirgða heimæðinni og sendir til viðskiptavinarins. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað.

    Viðskiptavinur, greiðir útgefin reikning.

    Pípulagningarverktaki, óskar eftir áhleypingu þegar lögnin er klár til tengingar við dreifikerfi

    Vatnsdeild, tengir vinnuskúrinn við dreifikerfi hitaveitu, þegar lögnin er tilbúin til tengingar.

     

    Viðskiptavinur

    Þegar viðskiptavinur vill láta aftengja vinnuskúrinn skilar hann aftengibeiðni til okkar inná Mínum síðum.

    Athugið að ekki er greitt sérstaklega fyrir aftenginguna.

  • Viðskiptavinur semur við pípulagningaverktaka og sækir um bráðabirgðatengingu ferksvatnsheimæðar inná Mínum síðum HS Veitna.


    Hvar er vinnuskúrinn staðsettur? Skila þarf inn með beiðninni teikningu sem sýnir staðsetningu vinnuskúrs á byggingareit.

    Dæmi um afstöðumynd

    Athugið að bráðabirgðaheimlagnir eru aftengdar þegar aðalheimlagnir eru tengdar, nema um annað sé samið sérstaklega.

     

    Gjaldkeri, gefur út reikning fyrir bráðabirgða heimæðinni og sendir til viðskiptavinarins. Reikninginn þarf að greiða áður en áhleyping á sér stað.

    Viðskiptavinur, greiðir útgefin reikning.

    Pípulagningarverktaki, óskar eftir áhleypingu þegar lögnin er klár til tengingar við dreifikerfi

    Vatnsdeild, tengir vinnuskúrinn við dreifikerfi hitaveitu, þegar lögnin er tilbúin til tengingar.

     

    Viðskiptavinur

    Þegar viðskiptavinur vill láta aftengja vinnuskúrinn skilar hann aftengibeiðni til okkar inná Mínum síðum.

    Athugið að ekki er greitt sérstaklega fyrir aftenginguna.