Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Spurt og svarað

Val á raforkusala

Hvers vegna þarf að velja raforkusala?

Sala raforkunnar er sá hluti raforkuviðskiptanna sem neytendur hafa val um við hvaða fyrirtæki þeir skipta, óháð búsetu, og ber neytanda að velja sér raforkusala.

Dreifiveitur sjá um flutning raforkunnar til notandans innan dreifiveitusvæðisins.

Eftir að notandi hefur tilkynnt eða staðfest flutning í húsnæði á dreifiveitusvæði HS Veitna hf eða tekið við nýrri rafveitu á dreifiveitusvæðinu þarf hann að hafa viðskiptasamband við þann raforkusala sem hann kýs að eiga viðskipti við.

Ef notandi hefur verið í raforkuviðskiptum við einn raforkusala á síðastliðnum þremur mánuðum, þá telst hann vera með virkan raforkusölusamning við þann raforkusöluaðila og þarf ekki að velja aftur raforkusöluaðila.

Ef notandinn er þegar með raforkusölusamning við fleiri en einn raforkusala eða hefur ekki verið í raforkuviðskiptum á síðastliðnum þremur mánuðum þá verður hann að velja sér raforkusala.

Til að stofna til viðskipta við raforkusala þarf notandi raforkunnar að hafa samband við viðkomandi raforkusala símleiðis, með tölvupósti eða senda inn tilkynningu á heimasíðu raforkusala.

Einnig getur notandi ákveðið að skipta um raforkusala. Kjósi þeir að gera slíkt er það gert með sambærilegum hætti og við flutning, haft samband við þann raforkusala sem hann kýs að hafa viðskipti sín við og raforkusalinn sér um skiptin.

HS Veitur hf hafa engin hagsmunatengsl við neinn raforkusala og er óheimilt að hafa aðkomu að vali notenda á raforkusala meðal annars með því að gefa upp kjör einstakra raforkusala.

Mikilvægt er að notandi raforku velji sér raforkusala og geri raforkusölusamning við hann. HS Veitum er líkt og öðrum dreifiveitum landsins óheimilt að afhenda rafmagn til viðskiptavinar sem ekki hefur valið sér raforkusala.

Afhending raforkunnar verður því stöðvuð ef ekki er raforkusölusamningur á milli notanda raforkunnar og raforkusala.

Á síðu Orkustofnunar má finna frekari upplýsingar varðandi val á raforkusala,  - sjá hér