Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Spurt og svarað

Um Veiturnar

Upplýsingar um hitaveitudreifikerfi HS Veitna

Við dreifum heitu vatni á Suðurnesjum og Vestmannaeyjum.

Við eigum og rekum dreifikerfi fyrir heitt vatn í öllum sveitarfélögum á Suðunesjum auk þess að eiga hitaveitu og dreifikerfi í Vestmannaeyjum.

 

Hitaveitan á Suðurnesjum

Heita vatnið fyrir Suðurnesin fá HS Veitur afgreitt frá HS Orku á tveimur stöðum. Annars vegar á Selhálsi við Grindavík og hinsvegar á Fitjum í Reykjanesbæ.

Heita vatnið er framleitt í jarðvarmaorkuveri HS Orku við Svartsengi og er ferskvatn (grunnvatn), sem fengið er úr ferskvatnsbólum í Lágum. Vatn úr þessum ferskvatnsbólum er einnig neysluvatn fyrir vatnsveiturnar í Grindavík, Reykjanesbæ og hluta Suðurnesjabæjar.

Framleiðsla heita vatnsins er flókið ferli og krefst margvíslegs eftirlits og rekstrarlega flókinna viðfangsefna í tengslum við útfellingar og lokaðar varmaskiptarásir svo ekki komi til súrefnisupptöku í framleiðsluferlinu. Í því ferli er ferskvatn hitað upp í lokuðum varmaskiptarásum og er jarðhitagufa notuð til upphitunarinnar. Hluti af framleiðsluferlinu felur í sér að heita vatnið er soðið og með því er leitast við að losa úr því allar lofttegundir, einkum súrefni og koltvísýring og er það kallað afloftun. 

Bent er á að nota þarf lagnefni við hæfi og mælst er til þess að viðskiptavinir kynni sér tiltækar leiðbeiningar, t.d. frá Samorku sem eru aðgengilegar hér og hitaveituhandbók

Hitaveitan í Vestmannaeyjum

Heita vatnið í Vestmannaeyjum er hitað upp í varmadælustöðinni og í kyndistöðinni

Í varmadælustöðinni eru fjórar sjódælur sem dæla 6-700 lítrum af 6-11°C heitum sjó í eimi sem kælir hann niður.  Orkan sem fæst með kælingunni flyst yfir í seinni varmaskiptinn sem hitar upp hitaveituvatnið.  Stjórnstöð kerfisins er í kyndistöðinni en þar er einnig 20MW rafskautaketill sem framleiðir gufu sem leidd er í tvo 10MW varmaskipta sem hita upp vatnið sem síðan er dælt inn á dreifikerfið. Vatnið sem notað er til upphitunar er neysluvatn sem kemur undan Eyjafjallajökli er dælt um sjóleiðslur til Vestmannaeyja. Raforkan sem notuð er við gufuframleiðsluna er afgangsorka frá Landsvirkjun. Hraðastýrðar dælur dæla vatninu út á dreifikerfið sem er tvískipt, það er að segja efra dreifikerfi og neðra dreifikerfi. Einangruð stálrör eða einangruð Pex plaströr eru lögð í húsin. Annað rörið er framrásin (heitt vatn með 4 til 7 kg/cm2 þrýstingi) sem hitar upp ofna og neysluvatn. Eftir notkun fer vatnið í bakrásina (um það bil 28°C með 2 til 4 kg/cm2 þrýstingi) upp í Kyndistöð og er hitað upp aftur.

Hitum skynsamlega

Íslensk heimili nota árlega að meðaltali 4-5 tonn af heitu vatni á hvern rúmmetra húsnæðis. Um 90% af notkuninni er vegna húshitunar og afganginn notar fólk til annars eins og að fara í bað eða sturtu, þrífa heimilið og vaska upp.

Hjá HS Veitum eru stafrænir mælar sem mæla notkun hvers og eins og er því upphæð orkureikninga háð notkun hverju sinni. Til að stuðla að hagkvæmni og hafa þannig áhrif á orkureikninginn liggur beinast við að skoða vel hvernig við nýtum heita vatnið sem best til húshitunar.

Hér má nálgast hollráð um heitt vatn

Efnainnihald vatnsins

Efnainnihald vatnsins

Efnainnihald vatnsbóla á Suðurnesjum má sjá hér

Efnainnihald vatnsbóls fyrir Vestmannaeyjar má sjá hér