Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Spurt og svarað

Sparnaðarráð

Sparnaðarráð hitaveita

Íslensk heimili nota árlega að meðaltali 4-5 tonn af heitu vatni á hvern m2 húsnæðis. Um 90% af notkuninni eru vegna húshitunar og afganginn notum við til annarra hluta eins og að fara í bað eða sturtu, þrífa heimilið og vaska upp. Til að minnka heitavatnsnotkunina og lækka orkureikninginn liggur því beinast við að skoða vel hvernig við nýtum heita vatnið sem best til húshitunar.

Herbergishiti

Tæki til stjórnunar innihita (ofnkranar, hitastillar) eru einfaldir í notkun og verða að vera í lagi.

Hitanemi má ekki vera lokaður af með gardínum, of stórum sólbekkjum, eða gluggatjöldum.

Þetta dregur úr jöfnu hitastreymi um herbergið.

Jafnvægisstilling

Nauðsynlegt er að jafnvægisstilla hitakerfi þ.e.a.s. að einn ofn fái ekki of mikið vatn á meðan annar svelltur. Þannig þjónar það hlutverki sínu best, nýtingin á hitaveituvatni er í hámarki og heldur kostnaði í lágmarki.

Eftirlit er nauðsynlegt

Góð leið til að tryggja árangur orkusparnaðar er að hafa virkt eftirlit með hitkerfinu í húsinu.

Sé eftirlitið reglubundið kemur strax í ljós sé eyðsla óeðlilega mikil eða ef bilanir verða.

Reglubundinn samanburður mæligilda frá einum tíma til annars segir til um ástand kerfisins

Fylgstu með notkun

Nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsnotkuninni mánuð fyrir mánuð.

Notkun er breytileg eftir árstíðum. Áætlað er að 10% af notkun fari í neysluvatn og 90% til upphitunar húsnæðis. Hús eru misjafnlega einangruð, misjafn hvað margir búa í húsnæðinu og notkunarmynstur er breytilegt.

Auðvelt er að fylgjast með vatnsnotkuninni á Mínum síðum