Verkefnið er á hönnunarstigi og áætlað að aðveitustöðin verði tekin í rekstur á árinu 2026. Mun hún styrkja bæði rafdreifikerfið í Reykjanesbæ og styðja við áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu í kringum flugstöðina.
Áætlað er að verkefnið fari í útboð og að jarðvegsframkvæmdir hefjist fyrir árslok.