Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Aðveitustöð við Kaplahraun KAP-A

HS Veitur undirbúa nú byggingu nýrrar aðveitustöðvar við Kaplahraun í Hafnarfirði.

Kap A
Konsept teikning af nýrri aðveitustöð í Hafnarfirði. Áhersla er lögð á að skilja við reitinn með sérkenni og að nálgast hraunið af virðingu.

Er stefnt að því að verkinu verði lokið á árinu 2026.

Framkvæmdin er mikilvægur liður í að styrkja afhendingaröryggi rafmagns og þar með gott þjónustustig fyrir viðskiptavini okkar á svæðinu, þ.e. bæði í Hafnarfirði og Garðabæ.  

Hönnun aðveitustöðvarinnar er á lokastigi og hafa aðaluppdrættir þegar verið lagðir fram til samþykktar hjá skipulagsyfirvöldum. Gert er ráð fyrir að verkið fari í útboð seinni hluta árs 2025 og að framkvæmdir hefjist í kjölfarið. 

Nýja aðveitustöðin mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu á svæðinu og leggja HS Veitur áherslu á ábyrga og örugga framkvæmd í góðu samráði við sveitarfélög og í sátt við samfélagið.