Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Stutt rafmagnsleysi í Grindavíki milli kl. 12 og 14 föstudaginn 29. nóvember

Föstudaginn 29. nóvember verður stutt rafmagnsleysi í Grindavík milli kl. 12 og 14.

20241125 181707
Myndir teknar þegar varaaflsvélar Landsnets voru tengdar við dreifistöð HS Veitna í Grindavík

Í tengslum við yfirstandangi eldgos í Sundhnúksgígum hefur Grindavík verið að hluta til á varaafli. Var farið í þá ráðstöfun eftir að Svartsengislína fór út vegna hraunflæðis og þar með hefur engin raforkuframleiðsla verið í Svartsengi í kjölfar þess. 

Nú er unnið að því að tengja Svartsengi aftur við meginflutningskerfi Landsnets og mun þá raforkuframleiðsla HS Orku hefjast á ný og samhliða því verður Grindavík tengd aftur um vara stofnstreng við Svartsengi. Í tengslum við þá vinnu verður stutt rafmagnsleysi í Grindavík mili kl. 12 og 14 föstudaginn 29. nóvember. 

Þessi frétt verður uppfærð þegar nánari tímasetning liggur fyrir en búast má við um 10 mínútna rafmagnsleysi vegna þessa. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu verður!