Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Götuþrenging vegna endurnýjunar hitaveitulagna í Garði

Þann 11. nóvember hefjast framkvæmdir við gatnamót Garðbrautar, Gerðavegs og Heiðarbrautar í Garði. Um er að ræða vinnu á vegum HS Veitna við endurnýjun hitaveitulagna í bænum.

Götuþrenging

Með þessari framkvæmd verður skipt út hitaveitubrunn sem kominn er á tíma ásamt því að undirbúa tengingar við veitukerfi HS Veitna í tengslum við mögulega nýtingu á lághitavatni. 

Settar verða upp þrengingar á umræddum gatnamótum og þær lágmarkaðar eins og unnt er að teknu tilliti til öryggissjónarmiða. ÍAV sér um jarðvinnu og munu koma upp viðeigandi merkingum, lokunum og brúm eins og við á. 

Áætlað er að framkvæmdir hefjist mánudaginn 11. nóvember og standi yfir í um tvær vikur.

Óhjákvæmilega fylgir þessu nokkuð rask og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát við vinnusvæðið, sem er þröngt og starfsfólk í vinnu innan framkvæmdasvæðis. 

Götuþrenging2

Við þökkum tillitssemina og byðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu verður!