Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Mismunandi kerfi raforku

Hyperlapse Keflavik Ozzo 2018 8

Í dreifikerfi rafmagns á þjónustusvæðum HS Veitna eru tvö mismunandi spennukerfi raforku

Öll endurnýjun miðast við að skipta út gamla kerfinu fyrir það nýja og er markmiðið að klára endurnýjun á 230V kerfum fyrir lok árs 2030

Í hlekknum hér fyrir neðan má nálgast gagnvirkt kort af þeim svæðum á Suðurnesjum sem eru með eldra kerfið ásamt áætlun niður á ár fyrir endurnýjun. 

Forgangsröðun tekur mið af öðrum framkvæmdaverkum og stöðu kerfa, þ.e. þau kerfi sem eru undir mestu álagi er áætlað að endurnýja fyrst en röðunin getur tekið breytingum, s.s. einstaka hús milli svæða og út frá stærri framkvæmdum samhliða öðrum verkefnum og eru þessar upplýsingar birtar með þeim fyrirvara. 

Algengar spurningar og svör í tengslum við spennubreytingar

  • Þegar unnið er að spennubreytingum er öllu jafna einn götuskápur tekin í einu og haft er samband við þá viðskiptavini sem tilheyra þeim götuskáp áður en hafist er handa við verkefnið. Þá fer löggiltur verktaki á vegum HS Veitna inn í rafmagnstöflur hjá viðskiptavinum til þess að gera nauðsynlegar breytingar.

    Mikilvægt er að viðskiptavinir séu á staðnum til þess að hleypa verktakanum að töflunni. Á meðan á þessu stendur er rafmagnslaust hjá þeim sem eru tengdir við þann götuskáp sem við á hverju sinni. Yfirleitt er um dagsverk að ræða og rafmagn komið á og verki lokið við lok dags. 

    Mælt er með að ganga úr skugga um að símanúmer sé rétt skráð á mínum síðum til þess að auðveldlega verði hægt að ná í viðkomandi vegna þessa.

  • Spennubreyting úr 230V í 400V hefur að verki loknu ekki áhrif á húskerfi viðskiptavina, þ.e. rafmagnið innan húskerfis verður áfram 230V og hefur því ekki áhrif á heimilistæki eða þess háttar. 

    Breytingin hins vegar bætir afhendingaröryggi og gerir viðskiptavinum kleift að fá öflugari tengingar til dæmis fyrir rafbíla hleðslu. Sé áhugi fyrir því má nálgast hér upplýsingar um umsókn um 3 fasa breytingu

  • Ávinningurinn af spennubreytingunni er einna helst að gera viðskiptavinum kleift að fá öflugari tengingu fyrir húskerfin. Til dæmis er algengt að viðskiptavinir óska eftir öflugari tengingum til að hlaða rafbíla hraðar heima fyrir. Sjá hér upplýsingar um hvernig sótt er um breytingu í 3 fasa rafmagn

  • Þessi breyting hefur ekki áhrif á raftæki þar sem það verða áfram 230V á húskerfi viðskiptavinar að verki loknu. 

  • Húskerfin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Löggiltur verktaki á vegum HS Veitna leggur mat á það hjá hverjum og einum hvort gera þurfi breytingar á húskerfum vegna þessa, er það í undantekningartilfellum og þá gert á kostnað HS Veitna. 

  • Spennubreytingin getur haft þau áhrif að viðskiptavinir hafa tök á að notast við öflugari hleðslubúnað en áður. 

    Spennubreytingin hefur ekki áhrif á þann búnað sem fyrir er en ef til stendur að kaupa nýjan búnað þegar spennubreyting er til dæmis á áætlun er mælt með því að bíða með uppsetninguna þar til verki er lokið og fá ráðleggingar með val á búnaði út frá því kerfi raforku sem er í hverfinu. 

  • Spennubreytingin er gerð á raforkukerfi í eigu HS Veitna. Þær breytingarr sem þarf að gera á húskerfi viðskiptavina í tengslum við breytinguna er á kostnað HS Veitna og metur rafverktaki á vegum fyrirtækisins hvaða breytingar þarf að gera hjá hverjum og einum þannig að viðskiptavinur sé eins settur og fyrir breytingu.  

  • Nei. Meginreglan um 2,5 kW á enn við ef á reynir hjá öllum heimilum á því svæði sem um ræðir, þ.e. jafnframt hjá hverfum sem eru með nýrra 400V kerfið. Ástæðan er sú að rafdreifikerfið er almennt ekki hannað fyrir álagið sem fylgir rafkyndingu á svæðum þar sem er hitaveita. 

Hvað getur þú gert til að undirbúa þig fyrir spennubreytingu?

  • Ef þú býrð í hverfi þar sem er fyrirhuguð spennubreyting máttu búast við að fá sendar ýmsar upplýsingar í tengslum við það þegar um 4-6 vikur eru í framkvæmdina, s.s. með áætlaðri dagsetningu o.fl. 

    Skoðaðu inn á mínum síðum hvort að rétt símanúmer sé skráð svo að þú fáir slíkar tilkynningar frá okkur.

  • Skoðaðu hversu margar töflur þú ert með og sendu okkur ábendingu ef þú ert með fleiri en eina töflu.

    Einnig gæti verið hjálplegt að fá senda mynd af töflunni nokkrum dögum áður en að verkinu kemur. 

    Hér má nálgast upplýsingar frá HMS í tengslum við eldri rafmagnstöflur og öryggi sem við hvetjum viðskiptavini jafnframt til að kynna sér. 

HS Veitur þakka viðskiptavinum fyrir góð samskipti og tillitsemi við endurnýjun á kerfum