Chat with us, powered by LiveChat
Fara á efnissvæði

Leiðbeiningar fyrir prókúruhafa til að veita einstaklingum umboð fyrir hönd fyrirtækis inná Mín Síða

Prófkúruhafar geta veitt einstaklingum og sjálfum sér þar með umboð fyrir hönd fyrirtækisins.

Prókúruhafi fer inná vefslóðina https://login.signet.is/Home/Form/12

og skráir sig þar inn með sínum persónulegu rafrænu skilríkjum.

Innskráningarsíða Signet login

Eftir innskráninguna birtist valmynd þar sem má gefa einstaklingum aðgang að Mín Síða vef HS veitna fyrir hönd lögaðila.

Félag
Í reitnum félag birtist listi yfir þau félög sem sá sem er innskráður er með prókúru fyrir.
Velja skal úr listanum það félag sem gefa á umboð fyrir.

Umboðshafi
Settu kennitölu þess sem á að fá aðgang að vef HS veitna inn í reitinn “Umboðshafi”

Fyrir hönd
Kerfið skráir sjálfkrafa inn í reitinn “Fyrir hönd“ kennitölu þess félags, sem er valið í
“Félag”

Gildir til
Settu inn inn í svæðið „Gildir til“ dagsetningu fyrir hve lengi starfsmaðurinn á að hafa
aðgang að vefsíðunni, t.d. dagsetningingu 2 árum frá deginum í dag.

Vista form
Eftir að búið er að fylla inn upplýsingar um Félag, Umboðshafa, Fyrir hönd og Gildir til
er smellt á hnappinn Vista form.

Dæmi um útfyllt form

 

Eftir að ýtt hefur verið á "Vista form" birtist mynd þar sem hægt er að fara yfir og staðfesta umboðsveitinguna.

Þegar ýtt er á staðfesta fer af stað vinnsla þar sem umboðið er útbúið og umboðsskjal undirritað.

Þegar umboðið hefur verið útbúið birtist upplýsingagluggi sem staðfestir umboðið. Ef veita á fleiri einstaklingum umboð er smellt á "Veita annað umboð". Hægt er að skoða umboðið með því að velja "Sækja" eða fara aftur í fyrri mynd með takkanum "Heim".