Rafmagnslaust í Grindavík miðvikudagin 22. maí frá kl. 17

Miðvikudaginn 22. maí nk.verður rafmagnslaust í Grindavík frá kl. 17:00 til kl 19:00.

 

Eins og áður hefur komið fram þá hefur undanfarið staðið yfir framkvæmdir við að koma stofnstrengjum frá Svartsengi til Grindavíkur úr jörðu yfir í loftlínu til að fyrirbyggja mögulegt þjónusturof ef hraun flæðir frekar á umræddu svæði. Með þessari aðgerð á morgun er verið að leggja lokahönd á að tengja loftlínununa sem lögð var yfir hraunið við Grindavík þann 9.maí sl. í um kílómeters leið í átt að Svartsengi við stofnstreng sem liggur utan hættusvæðis.

 

Við þökkum Grindvíkingum fyrir sýndan skilning og þolinmæði.