Keflavík: Framkvæmdir við Baugholt sumarið 2024

Umtalsverðar jarðvegs framkvæmdir eru fyrirhugaðar við Baugholt í Reykjanesbæ, með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa og vegfarendur sem eiga leið um götuna á framkvæmdatíma.

 

Umræddar jarðvegs framkvæmdir eru tilkomnar vegna breytinga og endurnýjunar á flutningskerfi rafmagns, vatns og Hitaveitu og með því er ætlunin að auka afhendingaröryggi til viðskiptavina.

 

Áætlað er að framkvæmdir hefjist 25. júní nk. og að fullnaðar frágangi verði lokið í byrjun september 2024. Lagt verður fullt kapp á að halda aðgengi eins og kostur er að framangreindum fasteignum.

 

Í samstarfi við Reykjanesbæ er íbúum gefinn kostur á að koma með óskir um breytt aðgengi að innkeyrslum inn á lóðir áður en farið verður í fullnaðarfrágang gangstétta. Slíkum óskum skal komið til verkstjóra rafmagnsdeildar HS Veitna á tölvupóstfangið gudmundur@hsveitur.is.

 

Ef einhverjar spurningar vakna þá má einnig hafa samband við verkstjóra rafmagnsdeildar á fyrrgreint tölvupóstfang eða í síma 422 5200.

 

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu verður og þökkum sýndan skilning. 

 

Fyrirhugað framkvæmdasvæði sem áhrif hefur á íbúa: