Spurt og svarað
Um Veiturnar
Upplýsingar um rafveitudreifingu HS Veitna
Við dreifum rafmagni á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum. Við eigum og rekum dreifikerfi fyrir rafmagn í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi og hluta Garðabæjar, Árborg og í Vestmannaeyjum.
Rafmagnsveita á Suðurnesjum
Rafmagnið sem við dreifum á Suðurnesjum fáum við afhent frá dreifineti Landsnets á nokkrum afhendingarstöðum.Þaðan dreifum við rafmagni í öll sveitarfélög á Suðurnesjum.
Rafmagnsveita í Hafnarfirði og nágreni
Allt rafmagn sem við dreifum í Hafnarfirði, Álftanesi og hluta Garðabæjar (vestan lækjar) fáum við afhent frá Landsneti í aðveitustöðinni okkar við Öldugötu og þaðan er því dreift út í dreifistöðvar, þaðan í götukassa og úr götukössum inní hús.
Á árinu 2018 hófust framkvæmdir við byggingu nýrrar aðveitustöðvar í Hamranesi sem fékk nafnið JÓN-A.
Hún var tekin í notkun síðla árs 2019 en við það styrkist dreifikerfið og afhendingaröryggi jókst.
Rafmagnsveita í Árborg
Rafmagnið sem að við dreifum á Árborgarsvæðinu (Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri) fáum við afhent í aðveitustöðina okkar á Selfossi sem stendur við Austurveg, þaðan er því dreift út í dreifistöðvar víðsvegar um sveitarfélagið, þaðan yfir í götukassa og á endanum berst það í húskynni notenda.
Rafmagnsveita í Vestmannaeyjum
Til Vestmannaeyja er rafmagnið flutt um sæstreng. Í Eyjum fáum við það afhent í nýrri aðveitustöð sem staðsett er á Strandvegi 18a og fékk nafnið Garðar í höfuðið á Garðari Sigurjónssyni fyrrum rafveitustjóra í Vestamannaeyjum. Að auki eigum við ljósavélar í húsnæði okkar á Tangagötu 1, sem keyrðar eru upp ef bilanir koma upp.